„Reglurnar hjá KSÍ eru skýrar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 11:43 Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun. Getty/Will Palmer Åge Hareide kynnti í morgun landsliðshóp Íslands sem mætir Englandi föstudaginn 7. júní á Wembley og Hollandi mánudaginn 10. júní á De Kuip. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum og Hareide staðfestir að hann hafi ekki haft heimild til að velja Albert. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundi nú rétt fyrir hádegið að hann hafi ekki mátt velja Albert í hópinn „Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þá spurður hvort Albert hafi verið maðurinn sem ekki mátt velja vegna reglna sambandsins. „Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert“ sagði Hareide. Albert hefur verið orðaður við félög víða um Evrópu eftir gott gengi með Genoa á Ítalíu í vetur og Hareide snerti aðeins á því í kjölfarið: „Ég hef verið í þeirri stöðu áður að hafa leikmenn sem eru að líkindum á leið í nýtt félag. Það fer mikil athygli í það. Það getur verið vandræðasamt því hausinn getur þá verið annars staðar (en á landsliðsverkefninu). Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur haft truflandi áhrif.“ „En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því,“ sagði Hareide á fundinum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti það á fréttamannafundi nú rétt fyrir hádegið að hann hafi ekki mátt velja Albert í hópinn „Það voru leikmenn sem ég vildi velja en vegna meiðsla þurfti ég að skilja menn eftir og líka út af reglum KSÍ,“ sagði Hareide á fundinum. Hann var þá spurður hvort Albert hafi verið maðurinn sem ekki mátt velja vegna reglna sambandsins. „Sá sem ég gat ekki valið út af reglum KSÍ er Albert“ sagði Hareide. Albert hefur verið orðaður við félög víða um Evrópu eftir gott gengi með Genoa á Ítalíu í vetur og Hareide snerti aðeins á því í kjölfarið: „Ég hef verið í þeirri stöðu áður að hafa leikmenn sem eru að líkindum á leið í nýtt félag. Það fer mikil athygli í það. Það getur verið vandræðasamt því hausinn getur þá verið annars staðar (en á landsliðsverkefninu). Stundum vilja félög að leikmennn séu á ferð og flugi til að fara í læknisskoðun á meðan þeir eru í landsliðsverkefni, og það getur haft truflandi áhrif.“ „En reglurnar hjá KSÍ eru skýrar og við getum ekkert gert í því,“ sagði Hareide á fundinum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira