Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 12:03 Quang Lé, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars. Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira