Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 12:03 Quang Lé, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars. Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira