Herþristar á níræðisaldri til sýnis á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 14:47 Þessi ber heitið „Placid Lassie“ og var smíðuð árið 1943 í Douglas-verksmiðjunum í Kaliforníu. Vilhelm Gunnarsson Gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þær standa á flughlaðinu norðan við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið opið almenningi milli klukkan 18 og 20. Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00