Herþristar á níræðisaldri til sýnis á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2024 14:47 Þessi ber heitið „Placid Lassie“ og var smíðuð árið 1943 í Douglas-verksmiðjunum í Kaliforníu. Vilhelm Gunnarsson Gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þær standa á flughlaðinu norðan við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið opið almenningi milli klukkan 18 og 20. Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Áhafnir flugvélanna verða á staðnum og fræða gesti um sögu vélanna og leiðangur þeirra. Búast má við að fólki verði einnig leyft að ganga um borð. Fyrstu tvær flugvélarnar lentu í gærkvöldi. Þær verða til sýnis við gamla Loftleiðahótelið og verður svæðið girt af. Búist er við þriðju flugvélinni til Reykjavíkur um klukkan 20 í kvöld.KMU Eins og fram kom í frétt Vísis í gær eru herþristarnir á leið frá Ameríku til Evrópu. Þar munu þeir taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944. Fágætt er orðið að svo gamlar flugvélar lendi á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Þristarnir sem millilenda hér voru flestir smíðaðir á árunum 1941 til 1944 og eru því komnir á níræðisaldurinn. Þessi DC 3-vél var smiðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn urðu aðilar að styrjöldinni.Vilhelm Gunnarson Von er á alls fimm þristum til Reykjavíkurflugvallar vegna þessa. Tveir þeirra komu í gærkvöldi. Þriðja vélin, sem búist var í gærkvöldi, varð hins vegar eftir í Narsarsuaq vegna bilunar í eldsneytisdælu og er óvíst hvenær hún getur haldið för áfram til Reykjavíkur. Fjórða vélin, og sú frægasta í leiðangrinum, flaug í morgun frá Goose Bay á Labrador til Grænlands og lenti hún í Narsarsuaq um hádegisbil. Gert er ráð fyrir að eftir eldsneytisáfyllingu fljúgi hún áfram til Íslands og er búist að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 20 í kvöld. Fjöldi fólks fylgdist með komu flugvélanna í gærkvöldi.KMU Þetta er flugvélin sem kallast „That’s All, Brother”. Hún var forystuvél innrásarinnar í Normandí, leiddi flug áttahundruð flugvéla frá Bretlandi til Frakklands í hernaðaraðgerð sem markaði þáttaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Hún er af mörgum talin sögufrægasta flugvél sem enn flýgur og líta Bandaríkjamenn á hana sem þjóðardýrgrip, eins og fram kom í viðtali við flugstjórann, þegar hún hafði hér viðkomu fyrir fimm árum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Fyrsti stríðsþristurinn lentur Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. 20. maí 2024 19:17
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00