Fótbolti

Sverrir Ingi á skotskónum í ó­trú­legum leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverirr Ingi fagnar marki með Franculino Djú fyrr á tímabilinu.
Sverirr Ingi fagnar marki með Franculino Djú fyrr á tímabilinu. @fcmidtjylland

Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina.

Það stefnir allt í ótrúlega lokaumferð í Danmörku en toppliðin Bröndby og Midtjylland eru jöfn að stigum eftir leiki dagsins. Ríkjandi meistarar í FC Kaupmannahöfn eiga leik annað kvöld og geta verið stigi á eftir toppliðunum tveimur þegar lokaumferðin fer fram.

Það stefndi hins vegar allt í að Nordsjælland ætlaði að gera Bröndby stóran greiða í toppbaráttunni þegar liðið var óvænt komið 3-0 yfir eftir 36 mínútur í dag.

Gestirnir skoruðu hins vegar tvívegis áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 3-2 í hálfleik. Þeir skoruðu svo tvívegis til viðbótar snemma í síðari hálfleik en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu.

Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og níu mínútum síðar fullkomnaði hann ótrúlega endurkomu gestanna þegar hann skilaði boltanum í netið eftir sendingu Emiliano Martinez. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 3-3 á Right to Dream-vellinum.

Bæði Bröndby og Nordsjælland er með 62 stig fyrir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Bröndby þó með töluvert betri markatölu og því á toppnum sem stendur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×