Fótbolti

Völdu Albert í lið ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmundsson hefur leikið gríðarlega vel á leiktíðinni sem er senn á enda.
Albert Guðmundsson hefur leikið gríðarlega vel á leiktíðinni sem er senn á enda. Getty Images

Fjölmiðillinn IFTV, Italian Football, TV, hefur valið landsliðsmanninn Albert Guðmundsson í lið ársins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Albert hefur farið mikinn í liði Genoa sem hélt nokkuð óvænt sæti sínu örugglega eftir að koma úr Serie B fyrir tímabilið. Hinn 26 ára gamli Albert hefur verið allt í öllu í sóknarleik liðsins hann hefur skorað 14 mörk og gefið 3 stoðsendingar í þeim 34 deildarleikjum sem hann hefur leikið.

Þá hefur Albert verið orðaður við nærri öll stórlið landsins en það virðist næsta öruggt að hann yfirgefi Genoa í sumar.

Liðið má sjá í heild sinni hér að neðan en Íslendingnum er stillt upp hægra megin í framlínunni í 3-4-3 leikkerfi. Alls eru fimm leikmenn frá Ítalíumeisturum Inter í liðinu.

Genoa er sem stendur í 11. sæti með 46 stig þegar ein umferð er eftir af Serie A.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×