„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2024 20:52 Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr í kappræðunum á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins. NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins.
NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels