Samið um kappræður í júní og september Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 07:09 Samið hefur verið um tvennar kappræður en enn á eftir að ganga frá ýmsum útfærsluatriðum. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafa samþykkt að mætast í tveimur kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Fyrri kappræðurnar verða haldnar 27. júní næstkomandi og verða í umsjá CNN en seinni kappræðurnar fara fram 10. september og verður sjónvarpað af ABC News. Nefnd um kappræður í forsetakosningum, sem hefur haldið utan um kappræðurnar í nærri 40 ár, mun ekki koma að málum að þessu sinni en Biden og Trump hafa báðir lýst óánægju sinni með nefndina. Nefndin hafði ákveðið kappræður 16. september, 1. október og 9. október. Þá vekur athygli hversu snemma fyrri kappræðurnar fara fram en hvorugur frambjóðandinn mun vera formlega útnefndur af flokk sínum þegar þeir mætast í júní. Samkvæmt New York Times er enn verið að ræða og útfæra ýmis atriði. Kappræður CNN eru sagðar munu fara fram án áhorfenda en um er að ræða kröfu úr herbúðum Biden, þar sem menn vilja freista þess að koma í veg fyrir að viðbrögð áhorfenda trufli skoðanaskiptin. Trump, sem nærist á köllum stuðningsmanna sinna, hefur sakað Biden um að hræðast að mæta honum frammi fyrir hóp áhorfenda. Teymi Biden er einnig sagt hafa sett fram þá kröfu að aðeins yrði um að ræða hann og Trump og að Robert F. Kennedy Jr., sem er í framboði sem óháður, verði ekki boðið. Þá ku teymið einnig hafa farið fram á að slökkt yrði á míkrafónum þegar úthlutaður tími til að tala rynni út. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Fyrri kappræðurnar verða haldnar 27. júní næstkomandi og verða í umsjá CNN en seinni kappræðurnar fara fram 10. september og verður sjónvarpað af ABC News. Nefnd um kappræður í forsetakosningum, sem hefur haldið utan um kappræðurnar í nærri 40 ár, mun ekki koma að málum að þessu sinni en Biden og Trump hafa báðir lýst óánægju sinni með nefndina. Nefndin hafði ákveðið kappræður 16. september, 1. október og 9. október. Þá vekur athygli hversu snemma fyrri kappræðurnar fara fram en hvorugur frambjóðandinn mun vera formlega útnefndur af flokk sínum þegar þeir mætast í júní. Samkvæmt New York Times er enn verið að ræða og útfæra ýmis atriði. Kappræður CNN eru sagðar munu fara fram án áhorfenda en um er að ræða kröfu úr herbúðum Biden, þar sem menn vilja freista þess að koma í veg fyrir að viðbrögð áhorfenda trufli skoðanaskiptin. Trump, sem nærist á köllum stuðningsmanna sinna, hefur sakað Biden um að hræðast að mæta honum frammi fyrir hóp áhorfenda. Teymi Biden er einnig sagt hafa sett fram þá kröfu að aðeins yrði um að ræða hann og Trump og að Robert F. Kennedy Jr., sem er í framboði sem óháður, verði ekki boðið. Þá ku teymið einnig hafa farið fram á að slökkt yrði á míkrafónum þegar úthlutaður tími til að tala rynni út.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira