Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. maí 2024 09:10 Listamaðurinn og konungurinn við afhjúpun verksins. AP/Aaron Chown Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum. Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC. Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Verkið var pantað árið 2020, af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Karl varð meðlimur Drapers Company, sem er eitt af hinum tólf fornu gildum eða fagfélögum sem voru stofnuð á miðöldum. Til gamans má geta að fullt nafn gildisins er The Master and Wardens and Brethren and Sisters of the Guild or Fraternity of the Blessed Mary the Virgin of the Mystery of Drapers of the City of London. Á myndinni er Karl klæddur búningi velska varðliðsins og verkið allt, fyrir utan andlit konungsins, eins og hulið rauð-bleikri slikju. Þá flögrar fiðrildi yfir hægri öxl Karls, sem er sagt eiga að tákna bæði umbreytingu og endurfæðingu og ástríðu konungins fyrir umhverfismálum. Konungurinn sat fyrir fjórum sinnum á meðan Yeo vann að verkinu, klukkustund í senn. Að sögn Yeo var fiðrildið hugmynd Karls, sem kom fram þegar þeir ræddu hvernig skólabörn myndu þekkja konunginn á verkinu eftir 200 ár. „Já, þú náðir honum,“ er Camilla drottning sögð hafa sagt um verkið. Sjálfur fékk Karl að sjá það áður en listamaðurinn lagði á það lokahönd. „Sterkur liturinn kom honum svolítið á óvart en hann virtist brosa til samþykkis,“ segir Yeo. Það hafi verið markmið hans að mála einstakt og persónulegt verk og slíta tengslið við fortíðina. Frétt BBC.
Bretland Kóngafólk Myndlist Karl III Bretakonungur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira