Kórónuveirufaraldurinn ekkert miðað við sýklalyfjaónæmi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 08:12 Davies hefur unnið að því að vekja athygli á sýklalyfjaónæmi í um áratug en guðdóttir hennar lést af völdum ónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Getty/Pacific Press/LIghtRocket/Albin Lohr-Jones Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum. Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Þetta segir Sally Davies, fyrrverandi landlæknir Englands og sérlegur sendifulltrúi Bretlands í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Guðdóttir Davies lést af völdum sýkingar sem engin lyf unnu á, aðeins 38 ára gömul. Davies segir umræddan vanda „bráðari“ en loftslagsbreytingar en um 1,2 milljón manns deyja vegna sýklalyfjaónæmis á ári hverju. Sýklalyfjaónæmi er það þegar bakteríur og veirur mynda smám saman ónæmi gegn lyfjum og þau hætta að virka. Sú staða gæti komið upp að einangra þyrfti fjölda fólks til að vernda fjölskyldur þeirra og samfélög, segir Davies. Hún áætlar að heimsbyggðin hafi um það bil áratug til að þróa nýjar meðferðir áður en illa fer. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa kynnt nýja aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem felur meðal annars í sér að takmarka notkun sýklalyfja, auka eftirlit með ónæmum sýkingum og búa til hvata fyrir fyrirtæki að þróa ný lyf og bóluefni. Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Davies freistað þess að vekja athygli á vandanum í meira en áratug en guðdóttir hennar, Emily Hoyle, sem hafði tvívegis gengist undir lungnaígræðslu, lést af völdum lyfjaónæmrar sýkingar fyrir um tveimur árum. Hoyle gaf Davies leyfi til að segja sögu sína áður en hún lést. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland England Heilbrigðismál Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira