Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 19:59 Pútín tók hóf sitt fimmta kjörtímabil sem forseti Rússlands í vikunni. getty Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Uppstokkunin er með fyrstu embættisverkum Pútíns á hans fimmta kjörtímabili. Hann stendur nú frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Málið tengist handtöku Timur Ivanov sem hafði verið æðsti undirmaður Shoigus. Ivanov sakaður um að hafa þegið um 11 milljón dollara í mútur (rúmlega 1,5 milljarða króna) en hann bar ábyrgð á helstu framkvæmdum hersins og innkaupum. Mað handtöku Ivanovs var ljóst að Shoigu gæti orðið næstur. Sergei Shoigu ráðherrann fráfarandi hefur verið undir þrýstingi undanfarið en grannt hefur verið fylgst með ráðuneyti hans. Er það vegna tiltekinna ákvarðana í tengslum við Úkraínustríðið, sem hefur nú staðið í rúm tvö ár. Með embættistöku Pútins sagði öll ríkisstjórn hans af sér venju samkvæmt og var því búist við því að einhver uppstokkun ætti sér stað. Þessi uppstokkun á embættismönnum innan varnarmála eru þær umfangsmestu frá því að innrásin í Úkraínu hófst í febrúar árið 2022. Shoigu fráfarandi varnarmálaráðherra.getty Shoigu færist í öryggisráðið sem telst valdameira embætti, að forminu til að minnsta kosti. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, og Sergei Lavrov utanríkisráðherra halda sínum stöðum. Skipan Belousov kemur hins vegar á óvart. Að sögn Dimitry Peskov, talsmanni innan Kreml, er breytingunni ætlað að takast á við svipað ástand og um miðjan 9. áratug síðustu aldar, þegar um 7,4 prósent allra útgjalda rússneska ríkisins fóru í öryggismál. Í slíku árferði væri mikilvægt að fá í embætti varnarmálaráðherra einstakling með hagfræðibakgrunn. „Sá sem er opinn fyrir nýjungum er sá sem verður sigursælli á vígvellinum,“ sagði Peskov við fjölmiðla í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira