Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:05 Mótmælin í gær eru talin þau umfangsmestu hingað til. AP/Zurab Tsertsvadze Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira