Hóta því að lögsækja FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 08:11 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Aboubacar Sampil, forseta gíneska sambandsins og Erick Thohir forseta indóníska sambandsins. Getty/Aurelien Meunier Alþjóða knattspyrnusambandið hefur bætt enn við þétta leikjadagskrá bestu knattspyrnumanna heims með því að stækka mikið heimsmeistarakeppni félagsliða. FIFA menn virðast hins vegar hafa fundið þolmörkin ef marka má viðbrögðin. Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Mikið leikjaálag hefur verið lengi vandamál í knattspyrnuheiminum og því ljóst að með því að bæta við fleiri leikjum þá eru hæstráðendur fótboltans að fara í kolranga átt. Samtök atvinnumannadeilda annars vegar og atvinnufótboltamanna, Fifpro, hins vegar hafa nú sent FIFA bréf þar sem alþjóðasambandinu er hótað lögsókn. Í bréfinu kemur fram að mikil andstæða sé gegn fyrirhugaðri nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefur verið sett á sumarið 2025. FIFA warned of legal action over playing calendarFIFA has been warned of legal action from players and national leagues if it does not backtrack on adding new and bigger competitions to the congested calendar of men's international football.https://t.co/tZzNcssrWV— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 9, 2024 32 félög eiga að taka þátt í henni í stað sjö áður. Í raun verður þetta jafnstór keppni og heimsmeistarakeppni landsliða var. Mótið á að fara fram í júní og júlí á næsta ári. Deildirnar telja sig verða fyrir fjártjóni og leikmenn kvarta að nú sé álagið komið yfir algjör þolmörk. „EF FIFA neitar beiðni okkar um að leysa þetta mál á næsta stjórnarfundi sínum þá verðum við tilneydd til að ráðleggja okkar meðlimum að skoða mögulegar aðgerðir. Einn af þeim kostum er málshöfðun gegn FIFA,“ segir í bréfinu. FIFA heldur því fram að þeir hafi tekið tillit til heilsu leikmanna við skipulagningu keppninnar og að nýja keppnin passi vel inn í alþjóðlega fótboltadagatalið. „Við höfum passað upp á það að það sé nægjanlegur tími á milli úrslitaleiksins og þess tíma þegar margar deildir fara aftur af stað,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sambandsins.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira