„Persónulegt markmið að skora einu sinni á móti öllum liðum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. maí 2024 19:04 Sandra María Jessen er komin með átta mörk í fjórum leikjum vísir/Hulda Margrét Sandar María Jessen var allt í öllu hjá sínu liði, Þór/KA, gegn Víkingi í dag. Norðankonur unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir eftir aðeins fimm mínútur. Sandra María lagði upp fyrra mark síns liðs og skoraði það síðara. „Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
„Auðvitað er aldrei gott að byrja leik og fá mark snemma á sig, en ég held að það hafi bara verið smá stress og spenna í hópnum,“ sagði Sandra María eftir leik. „Við vorum kannski ekki alveg klárara þegar var flautað til leiks, en síðan hertum við okkur og tókum okkur saman og náðum að pota inn tveimur í fyrri hálfleik sem var mjög gott. Gott hugarfar og góður karakter í liðinu að koma til baka og frábært bara að ná sigri hérna. Þetta er mjög sterkt lið og erfiður útivöllur, þannig að ég er mjög ánægð.“ Blaðamaður benti Söndru Maríu á að mark hennar hafi ekki beint verið „pot“, en markið hennar var skot utan teigs sem sveif yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Víkings og söng í netinu. Sandra María lýsti marki sínu á eftirfarandi hátt. „Það kom einhver fyrirgjöf þar sem Gígja, miðvörður Víkings, er að skalla hann í burtu en náði honum ekki alveg. Boltinn datt bara beint fyrir framan mig og hann var bara smassaður í markið.“ Sandra María er búin að skora átta mörk í fjórum leikjum í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Aðspurð út í hvort hún sé með markmið hvað varðar markaskorun eða hvort hún sé eingöngu að reyna hjálpa liðinu, þá var svar Söndru Maríu tvíþætt. „Að sjálfsögðu bara að hjálpa liðinu sem mest. Það eru allir með sín hlutverk í liðinu og mitt hlutverk er að reyna að koma að mörkum, aðrir eru að gera annað. Ég er bara ánægð svo lengi sem ég hjálpa til með það. Samt eitt lítið skemmtilegt persónulegt markmið er að ná að skora einu sinni á móti öllum liðum í deildinni.“ Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins í vor og lagði upp það níunda en hægt er að sjá mörkin í innslaginu hér að neðan. Var þetta þriðji sigur Þórs/KA í röð og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar með níu stig, þremur stigum á eftir toppliðum Vals og Breiðabliks. „Auðvitað er gott að hafa náð þremur sigrum í röð, á móti líka sterkum liðum. Þetta eru ekki lið sem maður fer inn í leiki gegn vitandi að maður sé að fara vinna einhverja leiki. Þannig að þetta er bara æðisleg tilfinning og mér finnst bara við sýna karakter, eins og í dag að klára þennan leik.“ „Þetta var bara helvíti erfitt í lokinn. Þær voru bara góðar, Víkings stelpur, vel skipulagðar. Mér finnst við bara búnar að taka skref fram á við frá síðasta tímabili þar sem við erum búin að vera vinna í okkar veikleikum og gera styrkleikana okkar enn sterkari,“ sagði Sandra María að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira