Skúli Tómas sinnir sjúklingum af og til Árni Sæberg skrifar 8. maí 2024 14:08 Skúli Tómas starfar á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, sinnir af og til sjúklingum á Landspítalanum. Vísi barst á dögunum ábending frá aðstanda sjúklings á Landspítalanum að Skúli Tómas hafi komið að ummönnun sjúklinga. Hann hóf störf á spítalanum á ný í janúar síðasta árs, á þeim forsendum að hann myndi ekki koma beint að því að sinna sjúklingum. Skúli Tómas hafði verið sendur í leyfi í maí árið 2022 þar sem erfitt var að tryggja að hann kæmi ekki að umsjá sjúklinga á spítalanum. Má bara starfa á Landspítala Hann starfar á Landspítala á takmörkuðu lækningaleyfi frá Landlækni, sem bundið er við Landspítalann. Þannig getur hann hvergi annars staðar starfað sem læknir. Þegar hann var ráðinn til Landspítalans var honum falið það verkefni að að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2, bráðadagdeild lyflækninga. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Í aðdraganda þess að hann var sendur í leyfi árið 2022 höfðu af og til komið upp neyðartilfelli þar sem hann sinnti sjúklingum vegna manneklu og undirmönnunar. Sama uppi á teningnum núna Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur engin breyting orðið á ráðningarsamningi Skúla Tómasar og Landspítalans. Hann starfi eftir sem áður á bráðadagdeild lyflækninga við að yfirfara gögn. Þó hafi af og til komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem Skúli Tómas sinnir sjúklingum. Mál Skúla Tómasar er enn á borði Héraðssaksóknara, að því er segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00 Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. 22. janúar 2023 16:56 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Vísi barst á dögunum ábending frá aðstanda sjúklings á Landspítalanum að Skúli Tómas hafi komið að ummönnun sjúklinga. Hann hóf störf á spítalanum á ný í janúar síðasta árs, á þeim forsendum að hann myndi ekki koma beint að því að sinna sjúklingum. Skúli Tómas hafði verið sendur í leyfi í maí árið 2022 þar sem erfitt var að tryggja að hann kæmi ekki að umsjá sjúklinga á spítalanum. Má bara starfa á Landspítala Hann starfar á Landspítala á takmörkuðu lækningaleyfi frá Landlækni, sem bundið er við Landspítalann. Þannig getur hann hvergi annars staðar starfað sem læknir. Þegar hann var ráðinn til Landspítalans var honum falið það verkefni að að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2, bráðadagdeild lyflækninga. Ekki stóð til að hann yrði í samskiptum við sjúklinga á meðan hann væri í endurmenntun og þjálfun á spítalanum. Í aðdraganda þess að hann var sendur í leyfi árið 2022 höfðu af og til komið upp neyðartilfelli þar sem hann sinnti sjúklingum vegna manneklu og undirmönnunar. Sama uppi á teningnum núna Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur engin breyting orðið á ráðningarsamningi Skúla Tómasar og Landspítalans. Hann starfi eftir sem áður á bráðadagdeild lyflækninga við að yfirfara gögn. Þó hafi af og til komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem Skúli Tómas sinnir sjúklingum. Mál Skúla Tómasar er enn á borði Héraðssaksóknara, að því er segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis.
Læknamistök á HSS Landspítalinn Lögreglumál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00 Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. 22. janúar 2023 16:56 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
„Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ „Það er rosalega erfitt að rifja þetta allt upp, rífa upp þessi sár. Það sem mér finnst eiginlega verst er að öll þessi umræða er að skyggja á allar fallegu minningarnar sem ég á af henni mömmu. Í staðinn fyrir eitthvað sem er falleg og góð minning kemur bara endalaus reiði og heift.“ 12. febrúar 2023 07:00
Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. 22. janúar 2023 16:56
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34