Innlent

Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Land­spítalanum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skúli Tómas er kominn aftur til starfa.
Skúli Tómas er kominn aftur til starfa.

Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum.

RÚV greinir frá þessu en læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, var sendur í leyfi frá spítalanum í maí á síðasta ári. Skúli óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi.

Þegar Skúli fór í leyfi í fyrra hafði hann endurheimt starfsréttindi sín að hluta eftir að hafa verið sviptur þeim við rannsókn málsins. Fyrr í þessum mánuði fékk hann útgefið rýmra starfsleyfi. 

Skúli sætir enn lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa valdið ótímabærum dauðsföllum. Grunur leikur á að hann sé ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sömu sjúklinga. 


Tengdar fréttir

Níu andlát tengd lækninum nú á borði lögreglu

Rannsókn Lögreglunnar á Suðurnesjum á mistökum í starfi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur undið upp á sig og lýtur nú að andláti níu sjúklinga á stofnuninni á árunum 2018 til 2020. Því til viðbótar eru mál fimm annarra sjúklinga til skoðunar en þeir höfðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×