Stjörnur tímabilsins í Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:01 Hefðbundin deildarkeppni í Bestu deild karla er hálfnuð. Fyrri umferðinni í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta er lokið. Af því tilefni valdi Vísir tíu stjörnur tímabilsins til þessa. Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar. Besta deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar.
Besta deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira