Stjörnur tímabilsins í Bestu deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:01 Hefðbundin deildarkeppni í Bestu deild karla er hálfnuð. Fyrri umferðinni í hefðbundinni deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta er lokið. Af því tilefni valdi Vísir tíu stjörnur tímabilsins til þessa. Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar. Besta deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Viktor Jónsson (ÍA) Fyrir tímabilið var mikið rætt um það hvort Viktor gæti skorað í efstu deild eftir að hafa orðið markakóngur Lengjudeildarinnar í fyrra. Framherjinn hefur svo sannarlega svarað þeirri spurningu með afgerandi hætti. Hann er næstmarkahæstur í Bestu deildinni með átta mörk sem eiga stóran þátt í því að Skagamenn hafa það ansi gott í 4. sætinu. Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) Gylfi hefur ekki valdið neinum vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í Bestu deildinni og verið gríðarlega öflugur í liði Vals. Hefur reyndar aðeins spilað sjö leiki en skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar í þeim. Valsmenn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Víkings. Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Náði kannski ekki að sýna sínar bestu hliðar á síðasta tímabili en hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar. Viktor Karl er kominn með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í Bestu deildinni. Aðeins FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson hefur lagt upp fleiri mörk en Viktor Karl í sumar. Algjör lykilmaður í liði Breiðabliks sem situr í 2. sæti deildarinnar. Danijel Dejan Djuric (Víkingur) Danijel var í miklu stuði áður en hann var dæmdur í bann fyrir að kasta vatnsbrúsa í stuðningsmann Breiðabliks. Hann hefur skorað fimm mörk í deildinni auk þriggja marka í Mjólkurbikarnum og er markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu. Ef fram heldur sem horfir spilar Danijel varla mikið lengur hér á landi. Patrick Pedersen (Valur) Pedersen skilar alltaf mörkum og það hefur ekkert breyst í sumar. Er búinn að skora níu mörk og er markahæstur í Bestu deildinni. Skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild gegn ÍA í 1. umferðinni og er núna með 108 mörk í 174 leikjum sem er frábær tölfræði. Nær Pedersen að bæta markametið í efstu deild í sumar? Björn Daníel Sverrisson (FH) Björn Daníel byrjaði á bekknum í fyrsta leik FH en kom inn á í hálfleik í honum og spilamennska liðsins batnaði til mikilla muna. Hann hefur verið í byrjunarliði FH síðan þá. Björn Daníel hefur skorað fjögur mörk í deildinni. Eitt þeirra, gegn HK í Kórnum, var með þeim flottari á tímabilinu. Langt er síðan Björn Daníel hefur spilað jafn vel og í sumar. Ari Sigurpálsson (Víkingur) Ari átti frábært tímabil 2022 en náði ekki sömu hæðum í fyrra. Hann hefur hins vegar komið sterkur til leiks í ár og sýnt góða takta. Ari hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni og lagt upp fimm. Þá hefur hann skorað eitt mark í Mjólkurbikarnum. Hefur verið mjög góður í sumar en getur orðið enn betri. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Eftir frábært tímabil 2022 náði Jason Daði ekki sömu hæðum í fyrra, meðal annars vegna meiðsla. En Mosfellingurinn virðist vera búinn að ná fyrri styrk og var sjóðheitur framan af tímabili. Hefur verið rólegur í tíðinni í síðustu leikjum en er samt kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar í deildinni. Jónatan Ingi Jónsson (Valur) Kantmaðurinn leikni var nokkuð rólegur framan af tímabili en hefur verið óstöðvandi að undanförnu og er sennilega heitasti leikmaður landsins um þessar mundir. Í síðustu átta leikjum í deild og bikar hefur Jónatan skorað átta mörk. Í Bestu deildinni hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö. Árni Marinó Einarsson (ÍA) Markvarslan í Bestu deildinni hefur ekki verið neitt sérstök í sumar en á því eru undantekningar. Má þar telja til frammistöðu Árna Marinós sem hefur verið góður í marki ÍA. Samkvæmt tölfræðinni hefur enginn markvörður komið í veg fyrir fleiri mörk en hann í Bestu deildinni, eða 7,41. Skagamenn hafa fengið á sig fimmtán mörk en ef ekki hefði verið fyrir Árna Marinó væru þau 22. Hefur fengið á sig einstaka klaufamörk en heilt yfir verið mjög flottur í sumar.
Besta deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira