Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 12:48 Frá því þegar annar ofurstinn var handtekinn. SBU Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Tveir ofurstar í öryggissveit Úkraínu sem sér um að tryggja öryggi ráðamanna þar í landi hafa verið handteknir vegna málsins, auk annarra. Þeir eru sakaðir um að hafa leitað að mönnum í lífvarðasveit Selenskís sem væru tilbúnir til að ræna forsetanum og myrða hann. Ofurstarnir eru einnig sagðir hafa ætlað að reyna að ráða Vasíl Malíjúk, yfirmann úkraínsku leyniþjónustunnar SBU, og Kíríló Búdanóv, yfirmann leyniþjónustu úkraínska hersins, GUR, af dögum, auk annarra háttsettra embættismanna. Malíjúk segir að aðgerðin hafi átt að vera gjöf til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, vegna innsetningarathafnar hans í dag. Þess í stað hafi hún misheppnast. Hann varaði þó við því að vanmeta styrk og reynslu Rússa. Sjá einnig: Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður SBU birti í morgun tólf mínútna langt myndband á samfélagsmiðlum þar sem farið er yfir málið og myndir birtar af vopnum, svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið er á úkraínsku. Forsvarsmenn SBU segja að annar ofurstanna hafi keypt vopn, sprengjur og dróna vegna banatilræðanna. Hann hafi verið hleraður þegar hann ræddi við aðila á vegum FSB í Rússlandi. Samkvæmt SBU áttu ofurstarnir að fá fúlgur fjár að launum en þeir eru báðir sagðir hafa verið ráðnir af Rússum fyrir innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. Þar kemur fram að áætlunin um að ráða Búdanóv af dögum hafi snúist um að leka upplýsingum um staðsetningu hans og gera árás á þá byggingu með eldflaugum. Þá átti að nota dróna til að frekari árásir á bygginguna og þá sem lifðu af og skjóta fleiri eldflaugum. Vólídímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður hafa meðal skotmarka útsendara Rússlands.AP/Vadim Ghirda Hafa áhyggjur af leynilegum aðgerðum Rússa Stutt er síðan pólskur maður var handtekinn í tengslum við meint áform rússneskra yfirvalda um að ráða Selenskí af dögum. Maðurinn er sakaður um að hafa ætlað að útvega Rússum upplýsingar um öryggi á flugvelli nærri landamærum Úkraínu, þar sem Selenskí er tíður gestur. Mikið magn hergagna fer um þennan flugvöll á leið til Úkraínu. Financial Times sagði frá því um helgina að ráðamenn á Vesturlöndum og forsvarsmenn leyniþjónusta í Evrópu hefðu auknar áhyggjur af því að Rússar væru að skipuleggja skemmdarverk og annars konar leynilegar aðgerðir í Evrópu og víðar. Meðal annars væru Rússar að undirbúa sprengjuárásir og íkveikjur í Evrópu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira