„Skítkastið var ógeðslegt“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 11:22 Vigdís Hauksdóttir stóð í ströngu meðan hún starfaði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hún var kærð fyrir einelti gegn starfsmönnum, hún barðist eins og ljón í braggamálinu svokallaða en ekkert jafnaðist þó á við bensínstöðvalóðamálið. Hún hrósar nú sigri, loksins. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins, telur sig hafa hlotið uppreist æru með umfjöllun Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur um lóðir bensínstöðvanna í Kastljósi í gær. „Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“ Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
„Loksins, loksins,“ segir Vigdís í Facebook-færslu. Hún segir að loks hafi stærsta málið sem hún tók á í borgarstjórn fengið almennilega umfjöllun í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. „Bragginn var smámál miðað við bensínstöðvadílinn. Ég sat undir árásum mánuðum saman en gaf ekkert eftir í þágu borgarbúa, skítkastið var ógeðslegt,“ segir Vigdís. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað eftir að María Sigrún birti umfjöllun sína sem hún ætlaði í Kveik en var færð yfir í Kastljósið. En þar fjallar hún um samning borgarinnar við bensínstöðvar en til stóð að fækka bensínstöðvum í borginni og var liður í þeim samningum, í sem skemmstu máli, að bensínfélögin fengu lóðirnar afhentar gegn því að hætta starfsemi. „Verðmæti dílsins er langtum meira virði en 10 milljarðar, þegar Hagar sem eiga og reka Olís hafa þegar fært 3,9 milljarða sem virði byggingarréttar í formi nýs hlutafjár inn í fasteignafélag sitt Klasa,“ segir Vigdís. En Olís hafi fengið minnst út úr samningnum í fyrsta fasa. „Virðið er a.m.k. 20 milljarðar,“ segir Vigdís. Hún segir að þá hafi verið eftir framtíðarsamningarnir í fasa 2 og 3, sem voru undir samtímis. Þar hafi verið dulin ómetanleg verðmæti sem hlaupi á tugum milljarða. Vigdís segir ekkert sem heitir, þetta megi ekki gerast aftur. Eða … „eins og einn stjórnmálamaður orðaði það í gær – allur gjörningurinn er yfirstaðinn.“
Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Bensín og olía Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37 Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52 Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13 Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. 3. maí 2024 13:37
Verðmæti bensínstöðvalóðanna sjö til átta milljarðar Fyrirhugað er að byggja um það bil 700 til 800 íbúðir á ellefu lóðum í Reykjavík, þar sem áður voru bensínstöðvar. Lóðirnar telja samtals um 40 þúsund fermetra. 21. desember 2022 06:52
Skeljungur setur fjölda fasteigna á sölu Skeljungur hf. hefur hafið söluferli á stórum hluta fasteignasafns síns. Um er að ræða flestar bensínstöðvar félagsins á stórhöfuðborgarsvæðinu. 12. ágúst 2021 14:13
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum