„Segir þeim að hætta þessu fokking rugli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Hann var þó sendur upp í stúku snemma í síðari hálfleik. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir að hafa fengið að líta rautt spjald gegn Breiðabliki í kvöld. Hans menn unnu sterkan 3-2 sigur þrátt fyrir að spila stærstan hluta seinni hálfleiks manni færri. „Þetta er léttir. Frammistaðan var hrikalega flott, sérstaklega eftir að við urðum einum færri,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við skapa mun hættulegri færi en Blikarnir og ég er bara ánægður að sigla þessu heim eftir að lenda í enn einum leiknum þar sem er verið henda okkur út af fyrir litlar sakir. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að þessir fjórðu dómarar séu farnir að stjórna leikjum. Þetta er gjörsamlega galið.“ Þjálfarateymi Blika hafi æst upp í Adam Ægi Hann hafði þó ekki lokið sér af í ræðu sinni um dómgæsluna. „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“ „Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“ spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks. „Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl,“ sagði Arnar. Sterkur karaktersigur Þegar Arnar fór svo að einbeita sér að sjálfum leiknum hafði hann ýmislegt jákvætt að segja um sína menn. „Það er mikill karakter í þessu liði og við sjáum bara karakterinn á móti Stjörnunni þar sem við áttum að jafna einum færri og vorum betri aðilinn í þeim leik. Ég held að við höfum fengið betri færi en Blikarnir hérna í seinni hálfleik og áttum að klára leikinn.“ „Lykilatriðið er að við kláruðum þetta og þetta eru virkilega mikilvæg stig fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í. Svo þurfum við bara að safna kröftum og aðeins að njóta núna. Svo er nýr dagur á morgun og nýr leikur á laugardaginn þannig þetta er ekki meira en það,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
„Þetta er léttir. Frammistaðan var hrikalega flott, sérstaklega eftir að við urðum einum færri,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við skapa mun hættulegri færi en Blikarnir og ég er bara ánægður að sigla þessu heim eftir að lenda í enn einum leiknum þar sem er verið henda okkur út af fyrir litlar sakir. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að þessir fjórðu dómarar séu farnir að stjórna leikjum. Þetta er gjörsamlega galið.“ Þjálfarateymi Blika hafi æst upp í Adam Ægi Hann hafði þó ekki lokið sér af í ræðu sinni um dómgæsluna. „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“ „Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“ spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks. „Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl,“ sagði Arnar. Sterkur karaktersigur Þegar Arnar fór svo að einbeita sér að sjálfum leiknum hafði hann ýmislegt jákvætt að segja um sína menn. „Það er mikill karakter í þessu liði og við sjáum bara karakterinn á móti Stjörnunni þar sem við áttum að jafna einum færri og vorum betri aðilinn í þeim leik. Ég held að við höfum fengið betri færi en Blikarnir hérna í seinni hálfleik og áttum að klára leikinn.“ „Lykilatriðið er að við kláruðum þetta og þetta eru virkilega mikilvæg stig fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í. Svo þurfum við bara að safna kröftum og aðeins að njóta núna. Svo er nýr dagur á morgun og nýr leikur á laugardaginn þannig þetta er ekki meira en það,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09