Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 23:02 Starliner á toppi Atlas V eldflaugar í Flórída. AP/Terry Renna Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu. Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem Atlas V eldflaugin verður notuð til mannaðs geimskots. Hún er framleidd af United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Þróun Starliner hefur tengið mun lengri tíma en til stóð upprunalega og hafa gallar og önnur vandræði komið niður á ferlinu. Tvö ár eru liðin frá fyrsta tilraunaskoti Starliner út í geim. Sjá einnig: Starliner á loks að bera geimfara Eðli málsins samkvæmt er nokkuð algengt að geimskotum sé frestað á það sömuleiðis við þetta tiltekna geimskot. Litlar líkur eru taldar á því að veðrið muni koma í veg fyrir geimskotið en tæknilegir gallar geta alltaf stungið upp kollinum. Að þessu sinni er enginn svokallaður skotgluggi. Geimfarinu verður annað hvort skotið upp á slaginu 02:34 eða því verður ekki skotið upp. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Boeing í spilaranum hér að neðan. Hún hefst klukkan 22:30 en eins og áður segir, er geimskotið ekki fyrr en klukkan 02:34 í nótt. Heppnist geimskotið verður Starliner einungis sjötta tegund geimfars í Bandaríkjunum til að bera geimfara út í geim. Geimfarið er hannað til að bera allt að sjö geimfara en að þessu sinni verða þeir einungis tveir. Um borð í geimfarinu verða þau Barry Wilmore, sem er 61 árs gamall og fyrrverandi flugmaður í sjóher Bandaríkjanna, og Sunita Williams, sem er 58 ára og einnig fyrrverandi flugmaður hjá sjóher Bandaríkjanna. Bæði eiga sér einnig langa sögu hjá NASA og hafa þau varið fleiri en fimm hundruð dögum á braut um jörðu.
Geimurinn Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Boeing Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira