„Eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 20:08 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ósáttur við stærstan hluta leiksins hjá sínum mönnum gegn Stjörnunni í kvöld. SKagamenn máttu þola 4-1 tap eftir að hafa komist yfir snemma leiks. „Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn sterkt og komumst yfir, fáum svo dauðafæri í stöðunni 1-0 til þess að koma okkur í frábæra stöðu, en eftir það fannst mér við bara slökkva ljósin og fara heim,“ sagði Jón Þór í leiksok. „Við vorum mjög slakir í stöðunni 1-0. Féllum langt niður og vorum rosalega fljótir að falla langt niður og fundum aldrei taktinn aftur. Við héldum boltanum illa og þegar við náðum boltanum þá héldum við honum ekki þannig að þetta var eins og skopparabolti sem þú kastar í vegginn, þú færð hann alltaf í andlitið aftur. Þetta var bara ekki góður dagur.“ Hann segir þó að uppleggið hafi verið að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist yfir. „Já við ætluðum að verjast þeim og töluðum um það hvað við ætluðum að gera þegar við værum komnir aftarlega á völlinn. En mér fannst við gera það bara mjög fljótt og í stöðum sem við þurftum ekki að fara svona fljótt niður. Það voru allt of langir kaflar í fyrri hálfleik þar sem við fórum bara beint niður og biðum eftir þeim og misstum taktinn við það.“ „Í 1-0 vorum við bara mjög slakir og náðum ekki að koma okkur aftur í gírinn eftir það fannst mér.“ Þá segir hann það hafa tekið á að sjá sína menn lenda undir stuttu eftir að hafa átt hættulegt skot og einnig að þriðja mark Stjörnunnar hafi komið beint í kjölfarið á þrefaldri skiptingu Skagamanna. „Já og svo erum við líka bara ekki að nýta færin okkar nægilega vel í þessum leik. Við fáum dauðafæri til að koma okkur í 2-0 og svo fáum við fín færi til að koma okkur aftur inn í leikinn í stöðunni 3-1. Síðan fáum við fjórða markið á okkur eftir hornspyrnu og mér finnst nú hafa verið brot í því þegar Örvar rífur Ármann niður og skallar á markið. Það drepur leikinn endanlega.“ „Við vorum búnir að fá fín færi þar á undan minnir mig, en það féll ekki með okkur í færunum í dag.“ Hann segir þó að færasköpunin sé eitthvað sem hann muni reyna að byggja á fyrir næsta leik. „Mér finnst við vera að skapa okkur færi sem við erum ekki að nýta okkur, en við erum þó að skapa sem er jákvætt,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla Stjarnan ÍA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira