„Við vissum að við þyrftum að þjást“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. maí 2024 20:51 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Tindastóll náði í sín fyrstu stig í Bestu deildinni á þessu tímabili eftir 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum kampa kátur að leik loknum. „Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“ Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
„Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“
Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira