„Við vissum að við þyrftum að þjást“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. maí 2024 20:51 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Tindastóll náði í sín fyrstu stig í Bestu deildinni á þessu tímabili eftir 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum kampa kátur að leik loknum. „Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“ Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“
Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó