„Við vissum að við þyrftum að þjást“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. maí 2024 20:51 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Tindastóll náði í sín fyrstu stig í Bestu deildinni á þessu tímabili eftir 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum kampa kátur að leik loknum. „Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“ Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“
Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira