Enski boltinn

Ten Hag bannaði þremur fjöl­miðlum að spyrja spurninga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag er ekki par sáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið.
Erik ten Hag er ekki par sáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið. getty/Matt McNulty

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er búinn að fá sig fullsaddan af gagnrýninni sem hann hefur fengið að undanförnu og bannaði þremur fjölmiðlum að spyrja spurninga á blaðamannafundi í gær.

Fjölmiðlarnir sem um ræðir eru the Sun, the Mirror og Manchester Evening News. Fulltrúar þeirra mættu á blaðamannafund United í gær en fengu ekki að spyrja neinna spurninga.

Ten Hag var ósáttur með gagnrýnina sem hann og lið hans fengu eftir að hafa komist í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir nauman sigur á B-deildarliði Coventry City um helgina.

Ten Hag tók til varna á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Sheffield United og sagði gagnrýnina sem hann sagði umfjöllunina um sig og United vera til skammar. Hann sagði jafnframt að það væri frábær árangur að hafa komið United í bikarúrslit annað árið í röð.

Þrátt fyrir að Ten Hag hafi komið United í bikarúrslitin þykir starf hans hanga á bláþræði. Hollendingurinn tók við United sumarið 2022.

Rauðu djöflarnir eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir mæta Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×