Stólpagrín gert að Terry vegna stjörnustæla hans Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 22:00 John Terry var frábær varnarmaður en hann er sannarlega ekki allra. Getty Chelsea goðsögnin John Terry sat fyrir svörum í veigamiklu viðtali á dögunum og hefur ein saga hans vakið sérstaka athygli. Töluvert hefur verið grínast með hann á samfélagsmiðlum vegna málsins. Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Terry er á meðal betri varnarmanna sem hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði tæplega 500 leiki fyrir Chelsea og vann ensku deildina fimm sinnum með félaginu. Fyrsta titilinn vann hann undir stjórn José Mourinho árið 2005 og þann síðasta með Antonio Conte í brúnni 2017. Þar á milli tóku allskyns menn við stjórnartaumunum hjá Lundúnaliðinu og gekk misvel að fóta sig. Á meðal þeirra sem fundu sig ekki var Portúgalinn André Villas-Boas, sem starfaði lengi vel undir stjórn Mourinho hjá Chelsea áður en hann varð sjálfur knattspyrnustjóri. John Terry talking about the time he and a few other Chelsea first team players boycotted their flight until they were moved out of economy and back into first class😳 pic.twitter.com/LI5E4z1QYj— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) April 25, 2024 Í hlaðvarpsviðtali við Simon Jordan greinir Terry frá því að Villas-Boas hafi misstigið sig strax á fyrsta degi og lent upp á kant við stjörnur liðsins þegar Chelsea var á leið í keppnisferð til austurlanda fjær. „Þegar hann mætti vorum við á leið til Hong Kong og ég sat í almennu farrými, á leið í 13 klukkustunda flug. Josh McEachran, Nathaniel Chalobah og fleiri ungir leikmenn sátu í fyrsta farrými. Þetta var leið Villas-Boas til að sýna að enginn leikmaður væri stærri en hann og allir sætu við sama borð,“ „Ég lét í mér heyra í flugvélinni og sagði að við færum hvergi fyrr en ungu strákarnir yrðu færðir aftur og aðalliðsleikmennirnir sem hafa byggt þetta félag að því sem það er fara fremst,“ segir Terry. Orðaskipti urðu þá villi Terry og Villas-Boas en á endanum varð Terry að ósk sinni. „Hann reyndi að senda skilaboð á fyrsta degi og mistókst strax. Ég get alveg sagt þér það að flugvélin hefði hvergi farið og ef hún hefði farið á þessum forsendum væri það án mín, Frank Lampard og Didier Drogba,“ segir Terry. Netverjar hafa gripið þetta á lofti og gert grín að stælunum í Terry að vilja ekki sætta sig við að sitja í almennu sæti. Um sé að ræða stjörnustæla og yfirgang. Eitt dæmi um slíkt má sjá að neðan. Ummælin má sjá í spilaranum að ofan. John Terry being restrained after he saw Josh McEachran eating some free peanuts in first class https://t.co/yPuGGyNHt0 pic.twitter.com/HCTYeQEBpw— Culture Ultras Football Podcast (@thecultraspod) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira