Fótbolti

„Frá­bær úr­slit fyrir okkur og fé­lagið“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Sami Kamel í leik með Keflvíkingum í fyrra
Sami Kamel í leik með Keflvíkingum í fyrra

Keflavík lagði Breiðablik af velli 2-1 þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Nettó vellinum í Keflavík í kvöld. Sami Kamel skoraði bæði mörk heimamanna að þessu sinni.

„Frábær leikur frá okkur. Virkilega góð liðs frammistaða. Við gerðum nákvæmlega það sem við töluðum um. Í endan sóttum við frábær úrslit fyrir okkur og félagið.“ Sagði hetja Keflavíkur Sami Kamel eftir leikinn í kvöld.

„Við vissum nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera. Þeir ætluðu að „dóminera“ boltann. Við töluðum um það að „dóminera“ leikinn varnarlega og vera skilvirkir fram á við og nýta þau færi sem við fengum og við gerðum það. Stundum virkar það og stundum ekki en í kvöld virkaði það.“

Sami Kamel skoraði bæði mörk Keflavíkur í kvöld og sagði það mikilvægt fyrir liðið að vinna jafn sterkt lið og Breiðablik.

„Það vita allir að ef þú skorar ekki þá vinnur þú ekki og ferð þá ekki áfram. Það var því mikilvægt fyrir liðið að skora í dag. Það er gott fyrir sjálfstraustið í liðinu að vinna sterkt lið eins og Breiðablik. Það er frábært.“

Fyrra mark Sami Kamel kom eftir frábæra aukaspyrnu og brosti Sami Kamel þegar hann var spurður út í það hvort hann æfi þær sérstaklega.

„Ég æfi þær og æfi þær oft.“

Keflavík er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar.

„Auðvitað viljum við vera eitt af þessum bestu liðum og vera samkeppnishæfir. Við viljum vera á okkar besta og ég trúi því að ef við gerum það þá verðum við í toppbaráttu. En við verðum bara að bíða og sjá. Við vitum aldrei hvað getur gerst og við verðum bara að gera okkar besta í sumar og þá vonandi náum við í góð úrslit.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×