Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 17:42 Björgunarsveitarfólk þurfti í margskona útköll í dag. Landsbjörg Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri
Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira