Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2024 16:46 Frá slysstað nærri Kirkjubæjarklaustri í desember 2017. Vísir/Vilhelm Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins. Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins.
Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira