„Úrslitin kostuðu Ten Hag starfið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 07:31 Erik ten Hag situr í heitu sæti. getty/Matthew Peters Jamie Carragher telur að Erik ten Hag verði ekki áfram knattspyrnustjóri Manchester United, þrátt fyrir að hafa komið liðinu í úrslit ensku bikarkeppninnar annað árið í röð. United vann B-deildarlið Coventry City í vítaspyrnukeppni eftir ótrúlegan leik á Wembley í gær. United komst í 3-0 en Coventry kom til baka, jafnaði í 3-3 og knúði fram framlengingu. Coventry-menn héldu svo að þeir væru komnir í úrslit en mark var dæmt af þeim vegna rangstöðu í uppbótartíma framlengingarinnar. United vann svo vítakeppnina, 4-2. Carragher segir að þrátt fyrir sigurinn í gær séu hverfandi líkur á því að Ten Hag verði áfram stjóri United. „Mark Robins [knattspyrnustjóri Coventry] bjargaði einu sinni starfi stjóra United. Ég held að úrslitin í dag hafi kostað stjóra Manchester United starfið,“ sagði Carragher eftir leikinn. „Ég sé ekki hvernig Erik ten Hag verður áfram. Þetta er frammistaða eftir frammistöðu. Ég get ímyndað mér að aldrei hafi leikmenn skammast sín jafn mikið eftir sigur í stórum leik. Leikmennirnir vita ekki hvort þeir eiga að fagna, þeir sitja bara og horfa á hver annan. Hvað er það við Ten Hag sem lætur þig halda að hann taki skref fram á við með United á næsta tímabili? Ég sé það ekki.“ United mætir Manchester City í bikarúrslitaleiknum 25. maí. Liðin mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra og þá vann City, 2-1. Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe hljóp maraþon og dreif sig svo á Wembley Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, var önnum kafinn í dag. 21. apríl 2024 23:32 „Hefði hann klippt táneglurnar værum við ekki að ræða þessa vítaspyrnukeppni“ Coventry var hársbreidd, bókstaflega, frá því að vinna Manchester United á Wembley í dag í undanúrslitum FA bikarsins. 21. apríl 2024 22:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
United vann B-deildarlið Coventry City í vítaspyrnukeppni eftir ótrúlegan leik á Wembley í gær. United komst í 3-0 en Coventry kom til baka, jafnaði í 3-3 og knúði fram framlengingu. Coventry-menn héldu svo að þeir væru komnir í úrslit en mark var dæmt af þeim vegna rangstöðu í uppbótartíma framlengingarinnar. United vann svo vítakeppnina, 4-2. Carragher segir að þrátt fyrir sigurinn í gær séu hverfandi líkur á því að Ten Hag verði áfram stjóri United. „Mark Robins [knattspyrnustjóri Coventry] bjargaði einu sinni starfi stjóra United. Ég held að úrslitin í dag hafi kostað stjóra Manchester United starfið,“ sagði Carragher eftir leikinn. „Ég sé ekki hvernig Erik ten Hag verður áfram. Þetta er frammistaða eftir frammistöðu. Ég get ímyndað mér að aldrei hafi leikmenn skammast sín jafn mikið eftir sigur í stórum leik. Leikmennirnir vita ekki hvort þeir eiga að fagna, þeir sitja bara og horfa á hver annan. Hvað er það við Ten Hag sem lætur þig halda að hann taki skref fram á við með United á næsta tímabili? Ég sé það ekki.“ United mætir Manchester City í bikarúrslitaleiknum 25. maí. Liðin mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra og þá vann City, 2-1.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe hljóp maraþon og dreif sig svo á Wembley Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, var önnum kafinn í dag. 21. apríl 2024 23:32 „Hefði hann klippt táneglurnar værum við ekki að ræða þessa vítaspyrnukeppni“ Coventry var hársbreidd, bókstaflega, frá því að vinna Manchester United á Wembley í dag í undanúrslitum FA bikarsins. 21. apríl 2024 22:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Ratcliffe hljóp maraþon og dreif sig svo á Wembley Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, var önnum kafinn í dag. 21. apríl 2024 23:32
„Hefði hann klippt táneglurnar værum við ekki að ræða þessa vítaspyrnukeppni“ Coventry var hársbreidd, bókstaflega, frá því að vinna Manchester United á Wembley í dag í undanúrslitum FA bikarsins. 21. apríl 2024 22:31