Enski boltinn

Palace menn fóru mjög illa með West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Olise fagnar marki fyrir Crystal Palace í sigri á West Ham í Lundúnaslag á Selhurst Park.
Michael Olise fagnar marki fyrir Crystal Palace í sigri á West Ham í Lundúnaslag á Selhurst Park. AP/Steven Paston

Crystal Palace vann óvæntan stórsigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag og Aston Villa kom til baka á móti Bournemouth.

West Ham fékk rassskell í ferð sinni suður yfir Thamesá en liðið steinlá 5-2 á móti liði sem er miklu neðar í töflunni.

Þetta er ekki góð vika fyrir West Ham sem datt út úr átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á móti Bayer Leverkusen á fimmtudaginn var. Crystal Palace kláraði West Ham strax í fyrri hálfleiknum með fjórum mörkum á fyrsta hálftímanum.

Michael Olise skoraði skallamark á 7. mínútu, Eberechi Eze bætti við öðru marki með bakfallsspyrnu á 16. mínútu og sjálfsmark Emerson á 20. mínútu kom Palace í 3-0. Jean-Philippe Mateta skoraði síðan fjórða markið á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Olise.

Michail Antonio minnkaði munninn á 40. mínútu og því var staðan 4-1 í hálfleik. Jean-Philippe Mateta kom Crystal Palace í 5-1 með marki á 64. mínútu eftir sendingu frá Eberechi Eze. West Ham lagaði stöðuna í lokin en Tyrick Mitchell skoraði þá sjálfamrk á 89.mínútu

Dominic Solanke kom Bournemouth í 1-0 með marki úr vítaspyrnu á 31. mínútu. Morgan Rogers jafnaði metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Leon Bailey.

Moussa Diaby kom Aston Villa síðan í 2-1 á 57. mínútu eftir stungusendingu frá Ollie Watkins og á 78. mínútu var staðan orðin 3-1 eftir mark frá Leon Bailey og aðrir stoðsendingu frá Watkins.

Aston Villa náði með þessum sigri sex stiga forskoti á Tottenham í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina.

Crystal Palace komst upp fyrir Brentford og í fjórtánda sætið en West Ham átti möguleika á því að taka sjöunda sætið af Manchester United.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×