Íslenski boltinn

Gunn­hildur Yrsa og Erin eiga von á barni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eftir lokaleik Íslands á EM í Englandi fyrir tveimur árum.
Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir eftir lokaleik Íslands á EM í Englandi fyrir tveimur árum. vísir/vilhelm

Fótboltakonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er barnshafandi og leikur því ekki með Stjörnunni í sumar.

Gunnhildur Yrsa á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, Erin McLeod, sem leikur einnig með Stjörnunni.

Þær greindu frá tíðindunum á Instagram í dag.

Gunnhildur Yrsa gekk aftur í raðir Stjörnunnar í fyrra eftir áralanga dvöl í atvinnumennsku. Hún lék 102 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2011-23.

Erin lék fyrst með Stjörnunni sumarið 2020 en kom svo aftur til félagsins í fyrra. Hún er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Kanada og á 119 landsleiki á ferilskránni. Erin var í leikmannahópi kanadíska landsliðsins sem varð Ólympíumeistari 2021.

Gunnhildur Yrsa og Erin gengu í hjónaband á nýársdag í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×