Fótbolti

Þrenna frá Maríu þegar Fortuna flaug í bikar­úr­slit

Smári Jökull Jónsson skrifar
María skoraði í bikarsigri Fortuna Sittard.
María skoraði í bikarsigri Fortuna Sittard. Instagramsíða Fortuna

Íslendingaliðið Fortuna Sittard er komið í úrslit hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir öruggan 5-0 útisigur á Excelsior í dag. María Gros var heldur betur á skotskónum hjá liði Fortuna Sittard.

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard í undanúrslitaleiknum gegn Excelsior í dag.  Lið Fortuna situr í 4. sæti hollensku deildarinnar en Excelsior er neðst.

Tessa Wullaert kom Fortuna í 1-0 forystu strax á 6. mínútu leiksins og bætti öðru marki við snemma í síðari hálfleiknum. Þá var komið að þætti Maríu Gros. Hún skoraði þriðja mark Fortuna á 76. mínútu, bætti öðru marki við tíu mínútum síðar og fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma. Mögnuð frammistaða hjá Maríu, þrjú mörk á innan við tuttugu mínútum.

Lokatölur 5-0 og Íslendingaliðið því komið í úrslitaleik hollenska bikarsins þar sem liðið mætir Ajax en er í 2. sæti hollensku deildarinnar. Lára Kristín Pedersen kom inn sem varamaður hjá liði Fortuna Sittard á 90. mínútu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×