Segir að nú sé komið að Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2024 23:00 Mbappé er nú búinn að skora 8 mörk í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Xavier Laine/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira