Fyrsta sakamálið gegn Bandaríkjaforseta fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2024 12:40 Donald Trump yfirgefur dómsal í Manhattan þar sem hann er ákærður fyrir að hylma yfir þagnargreiðslu til klámstjörnu í febrúar. Réttarhöldin hefjast formlega í dag. AP/Mary Altaffer Söguleg réttarhöld yfir Donald Trump vegna ólöglegra greiðslna til klámstjörnu hefjast með vali á kviðdómendum í New York í dag. Þetta er er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir 130.000 dollara, jafnvirði tæpra 18,5 milljóna króna, greiðslu til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámstjörnu, á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar árið 2016 stóð sem hæst. Greiðslan var til þess að tryggja þögn Clifford um ástarfund þeirra árið 2006. Trump neitar allri sök í málinu. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, hefur þegar afplánað fangelsisdóm fyrir sína aðild að þagnargreiðslunni. Fyrirtæki Trump endurgreiddi honum fyrir að kaupa þögn konunnar en saksóknarar halda því fram að endurgreiðslurnar til Cohen hafi verið skráðar sem „lögfræðikostnaður“ í bókum félagsins. Umdæmissaksóknari í New York-ríkis ákærði Trump. Reuters-fréttastofan segir að sakadómur í málinu hefði ekki áhrif á kjörgengi Trump sem er enn á ný forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember. Vilja að réttað verði annars staðar Lögmenn Trump reyna enn allt hvað þeir geta til þess að tefja líkt og þeir hafa gert með góðum árangri í hinum dómsmálunum þremur sem fyrrverandi forsetinn stendur frammi fyrir. Áfrýjunardómstóll á enn eftir að taka afstöðu til kröfu þeirra um að málið verði fært annað á þeirri forsendu að mögulegir kviðdómendur á Manhattan séu langflestir demókratar með neikvæða skoðun á Trump. Kviðdómurinn verður valinn í dag. Þeir sem verða kallaðir til sem hugsanlegir kviðdómendur verða meðal annars spurðir að því hvort að þeir telji sig geta verið hlutlægir og óhlutdrægir. Ein spurninganna er hvort að mögulegir kviðdómendur hafi „sterkar skoðanir eða bjargfastar hugmyndir um Trump“ og hvort að þær kunni að hafa áhrif á getu þeirra til þess að skipa kviðdóminn, að sögn AP-fréttastofunnar. Auk þagnargreiðslumálsins er Trump ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál og tilraunir sínar til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Trump hefur farið mikinn um réttarkerfið og saksóknara í málunum gegn honum á undanförnum vikum. Hann hefur ítrekað ráðist á dómarann í þagnargreiðslumálinu, dóttur hans, umdæmissaksóknarann og vitni auk þess að hafna sakarefninu þrátt fyrir að dómari hafi fyrirskipað að hann mætti ekki tjá sig um það fólk og málefni opinberlega. Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Trump er ákærður fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir 130.000 dollara, jafnvirði tæpra 18,5 milljóna króna, greiðslu til Stephanie Clifford, fyrrverandi klámstjörnu, á meðan kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar árið 2016 stóð sem hæst. Greiðslan var til þess að tryggja þögn Clifford um ástarfund þeirra árið 2006. Trump neitar allri sök í málinu. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, hefur þegar afplánað fangelsisdóm fyrir sína aðild að þagnargreiðslunni. Fyrirtæki Trump endurgreiddi honum fyrir að kaupa þögn konunnar en saksóknarar halda því fram að endurgreiðslurnar til Cohen hafi verið skráðar sem „lögfræðikostnaður“ í bókum félagsins. Umdæmissaksóknari í New York-ríkis ákærði Trump. Reuters-fréttastofan segir að sakadómur í málinu hefði ekki áhrif á kjörgengi Trump sem er enn á ný forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember. Vilja að réttað verði annars staðar Lögmenn Trump reyna enn allt hvað þeir geta til þess að tefja líkt og þeir hafa gert með góðum árangri í hinum dómsmálunum þremur sem fyrrverandi forsetinn stendur frammi fyrir. Áfrýjunardómstóll á enn eftir að taka afstöðu til kröfu þeirra um að málið verði fært annað á þeirri forsendu að mögulegir kviðdómendur á Manhattan séu langflestir demókratar með neikvæða skoðun á Trump. Kviðdómurinn verður valinn í dag. Þeir sem verða kallaðir til sem hugsanlegir kviðdómendur verða meðal annars spurðir að því hvort að þeir telji sig geta verið hlutlægir og óhlutdrægir. Ein spurninganna er hvort að mögulegir kviðdómendur hafi „sterkar skoðanir eða bjargfastar hugmyndir um Trump“ og hvort að þær kunni að hafa áhrif á getu þeirra til þess að skipa kviðdóminn, að sögn AP-fréttastofunnar. Auk þagnargreiðslumálsins er Trump ákærður fyrir misferli með ríkisleyndarmál og tilraunir sínar til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði árið 2020. Trump hefur farið mikinn um réttarkerfið og saksóknara í málunum gegn honum á undanförnum vikum. Hann hefur ítrekað ráðist á dómarann í þagnargreiðslumálinu, dóttur hans, umdæmissaksóknarann og vitni auk þess að hafna sakarefninu þrátt fyrir að dómari hafi fyrirskipað að hann mætti ekki tjá sig um það fólk og málefni opinberlega.
Donald Trump Erlend sakamál Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11
Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56