Erlent

Önnur á­rás í Sydney

Jón Þór Stefánsson skrifar
Lögreglan hefur verið með mikinn viðbúnað við kirkjuna þar sem árásin var framin í Ástralíu.
Lögreglan hefur verið með mikinn viðbúnað við kirkjuna þar sem árásin var framin í Ástralíu. EPA

Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu.

Árásin beindist meðal annars að biskupi safnaðar í Ástralíu, en sá hluti náðist á myndband og var send út í beinu streymi kirkjunnar. Presturinn var stunginn ítrekað við altari kirkju sinnar þar sem hann var að messa. 

Talið er að hin fórnarlömbin hafi verið sóknarbörn sem reyndu að skerast í leikinn þegar ráðist var á prestinn.

Einn karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins, að því sem kemur fram á vef Sky Australia er sá talinn vera árásarmaðurinn.

Eitt þessara fjögurra fórnarlamba hefur verið flutt á sjúkrahús. Samkvæmt Sky Australia er um að ræða fjóra karlmenn, einn á sjötugsaldri, annan á sextugsaldri, þriðji er á fertugsaldri, og sá fjórði á þrítugsaldri.

Ekkert þeirra er sagt vera með lífshættulega áverka.

Árásin á sér stað örfáum dögum eftir aðra stunguárás í Sydney þegar maður myrti sex manns í verslunarmiðstoðinni Wesfield.

Fram kemur í umfjöllun The Australian að umræddur biskup, Mar Mari Emmanuel, sé nokkuð þekktur sem leiðtogi safnaðar síns Christ The Good Shepherd Church. Hann er vinsæll á samfélagsmiðlum, með tíuþúsund fylgjendur á TikTok, og þá er síða Instagram-síða tengd honum með 120 þúsund fylgjendur.

Frank Carbone, Borgarstjóri Fairfield úthverfaborgar Sydney, segist telja að biskupinn ætti að lifa árásina af.

Óeirðir brutust út í kjölfar árásarinnar. Borgarstjórinn biðlar til fólks að halda ró sinni, og segir aukið álag á lögreglunni lítið hjálpa að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×