Innlent

Fundu veg nær gosinu fyrir til­viljun

Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Nafnarnir fundu veginn fyrir tilviljun og voru ánægðir með útsýnið.
Nafnarnir fundu veginn fyrir tilviljun og voru ánægðir með útsýnið. Stöð 2

Æ fleiri hafa undanfarið reynt að komast að eldgosinu við Sundhnjúk og bera það augum undanfarið þrátt fyrir að svæðið sé lokað. Bandarískir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með útsýnið.

Eldgosið sem hófst í Sundhnúksgígaröðinni þann 16. mars síðastliðinn er enn stöðugt og hefur nú staðið yfir í rúman mánuð. Áfram er einn gígur virkur og hefur Veðurstofan varað við gasmengun á svæðinu í hættumatskortum.

Gosið hefur heillað marga sem vilja komast að gosinu þó það sé ekki í boði. Í dag var fólk víða að reyna að ganga eða keyra upp að gosinu.

„Við fundum þennan veg fyrir tilviljun. Við heimsóttum Bláa lónið til að reyna að sjá gosið betur. Við ókum óvart eftir þessum vegi og þarna var það. Þetta er magnað. Algjörlega magnað,“ segir Michael Coons, bandarískur ferðamaður.

Félagi hans Michael Kosciusko segir útsýnið til gossins það besta sem þeir félagar hafi fundið hingað til. „Við höfum verið hér í viku. Við höfum ráafað um og reynt að komast nær því. Það var ómögulegt þar til í dag.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×