Afar undarleg sjálfsmörk og markmannsmistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 16:08 Bart Verbruggen átti ólukkaða spyrnu upp völlinn sem fór í Josh Brownhill og þaðan í netið. Lewis Storey/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Mest var spennan í leik Wolves og Nottingham Forest en aðrir leikir lituðust af furðulegum sjálfsmörkum og markmannsmistökum. Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Enski boltinn Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira