Afar undarleg sjálfsmörk og markmannsmistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 16:08 Bart Verbruggen átti ólukkaða spyrnu upp völlinn sem fór í Josh Brownhill og þaðan í netið. Lewis Storey/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Mest var spennan í leik Wolves og Nottingham Forest en aðrir leikir lituðust af furðulegum sjálfsmörkum og markmannsmistökum. Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Wolves og Nottingham Forest gerðu 2-2 jafntefli sín á milli. Wolves tók forystuna á 40. mínútu með glæsimarki frá Matheus Cunha. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og rak allan völlinn áður en hann þrumaði honum í þaknetið. Stoðsendingin barst frá José Sá, markverði Wolves. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin með kollspyrnu eftir hornspyrnu Giovanni Reyna rétt fyrir hálfleik. Snemma í seinni hálfleik náði Nottingham svo forystu þegar Danilo skoraði eftir stungusendingu frá Gibbs-White. Aðeins fjórum mínútum síðar, á 62. mínútu, jafnaði Wolves á nýjan leik. Aftur var Matheus Cunha á ferðinni, fyrstur í frákast eftir skot sem Matt Selz, markvörður Forest missti frá sér. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skildu jöfn. Mikill sjálfsmarkadagur Brentford vann 2-0 sigur á Sheffield United. Tvö mörk voru skoruð með stuttu millibilli í seinni hálfleik. Oliver Arblaster potaði boltanum óvart í eigið net á 64. mínútu eftir fyrirgjöf Mikkel Damsgaard. Fjórum mínútum síðar skoraði Damsgaard svo sjálfur með laglegri klippu en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. Það kom ekki að sök því Frank Onyeka skoraði annað mark fyrir Brentford og gulltryggði sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Markmannsmistök á markmannsmistök ofan Burnley og Brighton skildu jöfn 1-1 í steindauðum leik sem litaðist af furðulegum markmannsmistökum á báðum endum. Burnley urðu fyrstir til að skora á 74. mínútu, afar ólukkuleg spyrna markmannsins Bart Verbruggen skaust í Josh Brownhill og af honum í netið. Gæðin voru ekki meiri hinum megin á vellinum en Arijanet Muric fékk sendingu frá Sander Berge og misreiknaði sig í móttökunni, missti boltann undir fótinn og þaðan rúllaði hann í netið. Stöðuna í ensku úrvalsdeildinni má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira