Ten Hag og nýir yfirmenn hans munu leita að framherja í sumar Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 11:31 Nýir eigendur og slæmt gengi á tímabilinu hefur hleypt miklum hita undir stjórasæti Ten Hag. Ryan Jenkinson/MB Media/Getty Images Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leita að framherja og vinstri bakverði þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Hann sagði kaupstefnu félagsins undir hans stjórn hafa skilað góðum árangri en mætir hugmyndum nýrra yfirmanna sinna með opnum hug. Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira