Enski boltinn

Barðist við tárin eftir að hann var valinn bestur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodrigo Muniz skoraði glæsilegt jöfnunarmark fyrir Fulham á móti Sheffield United.
Rodrigo Muniz skoraði glæsilegt jöfnunarmark fyrir Fulham á móti Sheffield United. AP/Martin Rickett

Fulham maðurinn Rodrigo Muniz spilaði best allra í ensku úrvalsdeildinni í marsmánuði.

Enska úrvalsdeildin valdi nefnilega brasilíska framherjann besta leikmanninn í allri deildinni í síðasta mánuði.

Muniz skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu en hann er aðeins 22 ára gamall.

Andreas Pereira og Willian afhentu honum verðlaunin en þeir eru liðsfélagar hans hjá Fulham.

Muniz viðurkenndi að hann væri að berjast við tárin enda hans stærsta viðurkenning til þessa á ferlinum.

„Þetta er mjög sérstök stund fyrir mig. Síðustu tvö ár hafa verið erfið. Nú er ég að ná að fóta mig í Englandi og líður loksins eins og ég sé heima hjá mér,“ sagði Rodrigo Muniz við heimasíðu Fulham.

Muniz var bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri Fulham á Brighton í mars, hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Tottenham og skoraði glæsilegt mark til að bjarga stigi á móti Sheffield United.

  • Bestu leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í vetur:
  • Ágúst: James Maddison (Spurs)
  • September: Son Heung-min (Spurs)
  • Október: Mohamed Salah (Liverpool)
  • Núvember: Harry Maguire (Man Utd)
  • Desember: Dominic Solanke (Bournemouth)
  • Janúar: Diogo Jota (Liverpool)
  • Febrúar: Rasmus Hojlund (Man Utd)
  • Mars: Rodrigo Muniz (Fulham)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×