Enski boltinn

Andoni Ira­ola valinn besti stjóri ensku úr­vals­deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Andoni Iraola fagnar sigri Bournemouth á Everton í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.
 Andoni Iraola fagnar sigri Bournemouth á Everton í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. AP/Andrew Matthews/

Andoni Iraola, knattspyrnustjóri Bournemouth, var valinn besti knattspyrnustjóri marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Iraola þá fór Bournemouth taplaust í gegnum fjóra leiki í mánuðinum.

Iraola er aðeins annar stjóri félagsins frá upphafi til að fá þessa viðurkenningu en Eddie Howe, núverandi stjóri Newcastle, vann hana þrisvar sem stjóri Bournemouth.

Bournemouth liðið er eins og er í tólfa sæti deildarinnar og næst á dagskrá er heimaleikur á móti Manchester United á morgun.

„Ég er mjög ánægður með þessi verðlaun en auðvitað er þetta viðurkenning fyrir allt liðið. Ég er líka miklu ánægðari með stigin sem við náðum i mars. Það er virkilega ánægjulegt að ná í tíu stig úr tólf leikjum,“ sagði Andoni Iraola á blaðamannafundi fyrir United leikinn.

Í mars vann Bournemouth 2-0 útisigur á Burnley, 4-3 heimasigur á Luton Town og 2-1 heimasigur á Everton. Liðið gerði síðan 2-2 jafntefli við Sheffield United á heimavelli sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×