KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2024 11:08 Gregg Ryder Pálmi Rafn Pálmason Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó