Fótbolti

Á kafi í fjár­hættu­spili í af­mæli dóttur sinnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Neymar gat ekki slitið sig frá pókernum í afmæli dóttur sinnar.
Neymar gat ekki slitið sig frá pókernum í afmæli dóttur sinnar.

Myndband af brasilíska fótboltakappanum Neymar á kafi í netpóker í sex mánaða afmæli dóttur sinnar hefur breiðst út eins og eldur í sinu um netheima. 

Brasilíska súperstjarnan fór síðasta sumar frá franska stórveldinu PSG yfir til Al Hilal í sádíarabísku deildinni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og ku fá 2,5 milljónir evra í laun á viku.

Dvöl Neymars í Sádi-Arabíu hefur hins vegar farið vægast sagt illa af stað. Eftir aðeins fimm leiki hjá Al Hilal sleit hann krossband í leik með brasilíska landsliðinu í október og spilar ekki aftur fyrr en á næsta tímabili.

Neymar fagnaði nýlega sex mánaða afmæli dóttur sinnar Maeve og hefur myndband úr afmælinu verið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar má sjá Neymar og barnsmóður hans, Brunu Biancardi, stilla sér upp fyrir myndavélarnar með dótturinni.

Á meðan á myndartökunni stendur getur Neymar hins vegar ekki slitið sig frá póker sem hann er að spila í símanum sínum.

Netverjar hafa margir sterkar skoðanir á hegðun fótboltamannsins, sumir furða sig á hegðuninni, aðrir hæðast að honum og einhverjir telja Neymar þurfa að leita sér hjálpar vegna spilafíknar.

„Þessi gæji Neymar er búið spil. Gaurinn er í póker í barnaafmæli dóttur sinnar,“ segir einn.


Tengdar fréttir

Neymar áhugasamur um að spila aftur með Messi

Brasilíumaðurinn Neymar er farinn að tala um það að spila aftur með Lionel Messi og sterkur orðrómur er nú um að þeir spili saman á ný hjá bandaríska félaginu Inter Miami í framtíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×