Vinnuskólabörnin fá loksins launahækkun Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 16:16 Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú. Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að hækkun á tímakaupi nemi um 7,9 prósent. Enn fremur verði laun nemenda fest við ákveðinn launaflokk og muni í framtíðinni fylgja hækkunum á honum. Tillagan um hækkunina hafi verið lögð fyrir með fyrirvara um samþykki borgarráðs um aukafjárveitingu. Festa launin við launaflokk í kjarasamningi Laun nemenda í vinnuskólanum verða eftirfarandi: Tímakaup nemenda úr 8. bekk hækkar úr 711 kr. í 766,5 kr. Tímakaup nemenda úr 9. bekk hækkar úr 947 kr. í 1.022 kr. Tímakaup nemenda úr 10. bekk hækkar úr 1.184 kr. í 1.277,5 kr. Í tilkynningu segir að launin verði fest við launaflokk 217, sem sé grunnlaunaflokkur í kjarasamningi Sameykis og Reykjavíkurborgar, dagvinnukaup 2.555 krónur á klukkustund. Nemendur í 8. bekk fái framvegis greidd 30 prósent af launaflokki 217, nemendur í 9. bekk 40 prósent og nemendur í 10. bekk 50 prósent af launaflokkinum. Þurfa 21 milljón og reykvísk börn fá sambærileg laun og önnur börn Í fjárhagsáætlun séu rúmlega 268 milljónir á launalið nemenda en með hækkun launataxta og áætlaðan fjölda nemenda fyrir sumarið 2024, 3.000 nemendur, þurfi að sækja um hækkun á launalið um 21 milljón. Hækkanirnar fylgi sömu aðferðafræði og notast er við í fleiri sveitarfélögum. Með þessum hætti verði laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sambærileg við laun í flestum vinnuskólum höfuðborgarsvæðisins. Fengu enga launahækkun í fyrra Talsverða athygli vakti í fyrra þegar nemendur mættu til vinnu í vinnuskólanum án þess að vita hver laun þeirra yrð. Viku eftir að önnin hófst samþykkti borgarráð viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Þá komust börnin að því að þau fengu enga launahækkun, þrátt fyrir mikla verðbólgu þá sem nú.
Kjaramál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira