Átti Arsenal að fá víti? „Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Bukayo Saka vildi fá vítaspyrnu þegar hann taldi Manuel Neuer brjóta á sér, en dómari leiksins ákvað að dæma ekkert. Getty/Stuart MacFarlane Afar umdeilt atvik varð í lok leiks Arsenal og Bayern München í Meistararadeild Evrópu í gærkvöld en deilt er um hvort dæma hefði átt vítaspyrnu á Manuel Neuer, markvörð Bayern. Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Liðin skildu jöfn, 2-2, og því mikil spenna fyrir seinni leiknum í Þýskalandi eftir viku, þegar það ræðst hvort liðanna kemst í undanúrslit keppninnar. Arsenal hefði getað tekið með sér forskot í seinni leikinn ef Bukayo Saka hefði fengið víti í lok leiks í gær. Rætt var um málið í Meistaradeildarmörkunum og virtist Arnar Gunnlaugsson hallast að því að ekki bæri að dæma víti, líkt og niðurstaðan varð, en Ólafur Kristjánsson sagði þetta aðeins spurningu um með hvoru liðinu menn héldu. Klippa: Umræða um vítið sem Arsenal vildi fá „Bara til að halda því til haga þá hélt ég með Arsenal í þessum leik og vildi óska þess að þetta væri víti, en þetta móment þegar hann stekkur á hann með hægri löppina…“ sagði Arnar og vildi þannig meina að Saka hefði sjálfur sótt snertingu við Neuer. Arnar: Pottþétt víti áður en VAR kom „En setur ekki Neuer hægri fótinn út?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason sem stýrði þættinum og Ólafur svaraði: „Við getum þrasað um þetta. Þetta snýst um með hverjum þú heldur. Neuer stoppar, Saka sækir snertinguna. Ef þú ert Arsenal-maður finnst þér þetta púra víti. Ef þú ert Bayern-maður finnst þér hann vera að fiska þetta. Svo sitjum við hérna, sköllóttir og hlutlausir, og sóknarmaðurinn segir meira að segja að þetta sé ekki víti,“ og átti þá við fyrrverandi sóknarmanninn Arnar sem svaraði: „Ég myndi vel skilja ef þetta væri víti. Eftir að hafa skoðað þessar hægu endursýningar og svona þá finnst mér Saka mjög „clever“ en ég held að VAR hafi „overridað“ þetta með sínum hægu, hægu endursýningum. Ef þetta væri venjulegur leikur, áður en VAR kom til sögunnar, þá væri þetta púra víti, ekkert flóknara en það.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00