Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 08:00 Ofsaaksturinn átti sér stað á Akranesi árið 2022. Vísir/Arnar Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akranes Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sjá meira
Talsvert ítarlegri lýsingu er að finna á síðara brotinu í ákæru málsins. Ofsaaksturinn átti sér stað þann fjórða maí 2022 á Akranesi. Manninum var gefið að sök að taka bílinn í heimildarleysi og aka henni þrátt fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna og ekki með ökuskírteini. Fram kemur í ákærunni að í blóðsýnapróf hafi leitt í ljós að hann hafi bæði verið undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Atvikinu er lýst þannig að maðurinn hafi ekið bílnum „án nægilegrar tillitssemi og varúðar” um bílastæði á Akranesi, og þaðan yfir graskannt og inn á annað bílastæði. Þar virðist lögreglan hafa skorist í leikinn, en fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn, og þá hófst eftirför hennar. Þá er maðurinn sagður hafa ekið bílnum að enda bílastæðisins og út af því með því að keyra yfir gangstétt og grasflöt, og síðan út á akbraut. Þaðan keyrði maðurinn á enn eitt bílastæðið og stöðvaði bílinn. Lögregla ætlaði þá að hafa afskipti af honum, en þá ók hann aftur af stað. Þar á eftir stöðvaði lögreglan aksturinn með því að aka í hlið bílsins. Sagðist ekki bera ábyrgð á tjóninu Maðurinn játaði sök. Við ákvörðun refsingar hans var litið til ungs aldurs hans og að hann hafi ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga skilorðsbundindóm, og þá er hann sviptur ökuréttindum í ellefu mánuði. Hann hins vegar hafnaði bótakröfu eiganda bílsins, sem hljóðaði upp á 600 þúsund krónur. Hann vildi meina að vísa ætti kröfunni frá dómi þar sem hann hefði ekki verið ákærður fyrir að valda tjóni á bílnum, og að tjónið á henni væri ekki bein afleiðing af refsiverðri háttsemi sinni. Tjónið varð eftir að lögregla ók í hlið bílsins. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að maðurinn væri ábyrgur fyrir tjóninu, þar sem hún stæði í nægjanlegum tengslum með sakarefnið. Hann hefði tekið bílinn í heimildarleysi og lögreglan hefði þvingað hann til að stöðva aksturinn í samræmi um valdheimildir lögreglu um eftirför. „Að mati dómsins bendir allt til þess að aðgerðir lögreglu hafi verið lögmætar og nauðsynlegar til þess að stöðva aksturinn og tryggja öryggi annarra vegfarenda, eins og atvikum var háttað,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir krafðist eigandi bílsins 600 þúsund króna, en dómurinn féllst einungis á 320 þúsund króna bótagreiðslu. Þá er honum gert að greiða 390 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akranes Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sjá meira