Enski boltinn

Segja að Amorim hafi náð sam­komu­lagi við Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúben Amorim þykir einn mest spennandi stjórinn í bransanum.
Rúben Amorim þykir einn mest spennandi stjórinn í bransanum. getty/Gualter Fatia

Svo virðist sem Rúben Amorim verði næsti knattspyrnustjóri Liverpool.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Liverpool hafi náð munnlegu samkomulagi við Amorim um að hann taki við Rauða hernum eftir tímabilið. Talið er að hann skrifi undir þriggja ára samning við Liverpool.

Jürgen Klopp lætur af störfum hjá Liverpool í sumar. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2015.

Amorim hefur verið stjóri Sporting undanfarin fjögur ár. Hann gerði liðið að portúgölskum meisturum 2021 og vann deildabikarinn 2021 og 2022. Amorim stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum 2019.

Sporting er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar og á leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×