Fótbolti

Reiður Ronaldo beitti oln­boga og lyfti hnefa

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við rautt spjald og tap í undanúrslitum sádiarabíska ofurbikarsins.
Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við rautt spjald og tap í undanúrslitum sádiarabíska ofurbikarsins. Getty/Waleed Zein

Cristiano Ronaldo, fyrirliði Al Nassr, missti stjórn á skapi sínu undir lok leiks við Al Hilal í undanúrslitum sádiarabíska ofubikarsins, í Abu Dhabi í gær.

Ronaldo fékk beint rautt spjald, fjórum mínútum fyrir leikslok, þegar hann gaf mótherja sínum olnbogaskot, pirraður yfir því að fá ekki taka innkast í friði.

Al Nassr var 2-0 undir þegar þetta gerðist og féll úr leik þó að Sadio Mané næði að minnka muninn seint í uppbótartíma.

Ronaldo var enn reiður eftir að hafa fengið rauða spjaldið, kreppti hnefa og virtist í augnablik ætla að ógna dómara leiksins.

Hinum 39 ára gamla Ronaldo hefur ekki gengið eins vel að vinna titla með Al Nassr eins og fyrr á ferlinum. Liðið er að öllum líkindum búið að missa af sádiarabíska meistaratitlinum en það er tólf stigum á eftir Al Hilal, þegar sjö umferðir eru eftir. Þá féll það úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Asíu en er komið í undanúrslit sádiarabíska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×