Missir úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 23:00 Hinn 32 ára gamli Casemiro hefur unnið fjölda titla á ferli sínum en hefur undanfarnar vikur og mánuði verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. AP Photo/Dave Thompson Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur ekki átt sjö dagana sæla í liði Manchester United á yfirstandandi leiktíð enskrar knattspyrnu. Hefur hann verið svo slakur að hann hefur misst úr svefn vegna eigin frammistöðu. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira